Axel bætti sig um fjögur högg

Axel Bóasson.
Axel Bóasson. Golf.is

Axel Bóasson lék annan hring sinn á Gal­g­orm Resort & Spa Nort­hern Ire­land-mót­inu í Áskor­enda­mótaröð Evr­ópu í dag á 74 höggum eða þremur höggum yfir pari og kemst hann ekki í gegnum niðurskurðinn. 

Axel lék fyrsta hringinn í gær á 78 höggum, sjö höggum yfir pari og lýkur því keppni á samanlagt tíu höggum yfir pari. Ekki hefur gengið sem skyldi hjá Íslandsmeistaranum á mótaröðinni í ár og hefur hann aðeins einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn á þrettán mótum. 

Minkyu Kim frá Suður-Kóreu er efstur á samtals ellefu höggum undir pari. 

mbl.is