Birgir í flottum málum í Svíþjóð

Birgir Leifur Hafþórsson ætti að vera öruggur í gegnum niðurskurðinn …
Birgir Leifur Hafþórsson ætti að vera öruggur í gegnum niðurskurðinn í Svíþjóð. Ljósmynd/Seth

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson spilaði vel á öðrum degi sínum á Nordea Masters-mótinu í golfi en leikið er í Gautaborg í Svíþjóð. Hann lék hringinn í dag á 70 höggum og var á pari. Í gær lék hann hringinn á 67 höggum eða þremur höggum undir pari.

Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í álfunni, en Birgir var nokkuð stöðugur í dag og fékk fjóra skolla og fjóra fugla og tíu pör. Birgir er sem stendur í 24.-29. sæti á þremur höggum undir pari en fjöldi kylfinga á enn þá eftir að ljúka sínum öðrum hring á mótinu.

Birgir ætti því að vera öruggur í gegnum niðurskurðinn sem miðast við parið, eins og sakir standa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert