Slæmur þriðji hringur Birgis

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Ljósmynd/Styrmir Kári

Kylf­ing­ur­inn Birg­ir Leif­ur Hafþórs­son átti afleita byrjun á þriðja degi sínum á Nordea Masters-mót­inu í golfi en leikið er í Gauta­borg í Svíþjóð. Hann lék hringinn í dag á 75 höggum eða fimm yfir pari.

Mótið er hluti af Evr­ópu­mótaröðinni, þeirri sterk­ustu í álf­unni, og hafði Birgir leikið fyrstu tvo hringina vel. Fyrsta hringinn lék hann á þremur höggum undir pari eða 67 talsins og í gær var hann á pari, lék hringinn á 70 höggum. Hann fór hins vegar afar illa af stað í morgun.

Á fyrri níu holunum fékk Birgir þrjá skolla, einn skramba og einn þrefaldan skolla en aðeins einn fugl. Hann færði sig þó aðeins upp á skaftið á seinni níu, fékk einn skolla og þrjá fugla.

Flestir kylfingar hafa lokið keppni í dag en Birgir er í 63.-69. sæti sem stendur af 74 kylfingum sem eftir standa. Fjórði og síðasti hringur mótsins verður leikinn á morgun.

mbl.is