Birgir lauk keppni á einu höggi yfir

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.

Kylf­ing­ur­inn Birg­ir Leif­ur Hafþórs­son lék sinn fjórða og síðasta hring á Nordea Masters-mót­inu í golfi en leikið er í Gauta­borg í Svíþjóð. Hann lék hring­inn í dag á 71 högg­i eða einu yfir pari. Það var jafnframt heildarskor hans eftir hringina fjóra.

Hann lék því töluvert betur frá því gær er hann átti afleitan hring þar sem hann lék á fimm höggum yfir pari. Þar áður hafði hann leikið annan hringinn á pari og þann fyrsta á þremur höggum undir. Í morgun fór hann ágætlega af stað en fékk enn skramba og einn þrefaldan skolla sem settu svip sinn á hringinn. Hann lauk keppni með sex fugla og tvo skolla þar að auki.

Birgir lýkur því keppni alls á einu höggi yfir pari og hafnar í 68.-72. sæti en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í álfunni.

mbl.is