Góð byrjun Ólafíu í Kanada

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór vel af stað á CP Womens Open-golfmótinu í Regina í Kanada í kvöld en það er liður í LPGA-mótaröðinni.

Ólafía lék fyrsta hringinn á 68 höggum, fjórum undir pari vallarins, og er sem stendur í 17.-31. sæti en ekki hafa allir keppendur lokið hringnum.

Ólafía fékk einn örn og þrjá fugla á hringnum, sem og einn skolla, og stendur því vel að vígi fyrir annan hringinn á morgun.

Ariya Jutanugarn frá Taílandi og Maríajo Uribe frá Kólumbíu eru efstar sem stendur en báðar léku þær fyrsta hringinn á 64 höggum, átta undir pari vallarins.

mbl.is