Birgir Leifur úr leik í Tékklandi

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á D+D Real Albatross-mótinu í Tékklandi á Evrópumótaröðinni.

Birgir lék fyrsta hringinn í gær á tveimur höggum undir pari vallarins eða 70 höggum, í dag lék hann svo annan hringinn á 74 höggum eða tveimur yfir pari. Þar með lauk hann keppni á pari eftir hringina tvo sem dugði ekki til.

Birgir endaði í 109. sæti, fjórum höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Birg­ir hef­ur kom­ist í gegn­um niður­skurðinn á tveim­ur sterk­um mót­um á Evr­ópu­mótaröðinni að und­an­förnu, bæði í Þýskalandi og í Svíþjóð, en ekki að þessu sinni.

mbl.is