Ólafía í vænlegri stöðu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í vænlegri stöðu eftir annan hring sinn á CP Women's Open-golfmótinu í Regina í Kanada en það er liður í LPGA-mótaröðinni.

Ólafía lék í dag á einu höggi yfir pari eða 73 höggum, hún fékk tvö skolla á fyrri níu holunum en einn fugl á þeim seinni, og lék því nokkuð stöðugan hring. Í gær lék hún fyrsta hring­inn á 68, fjór­um und­ir pari vall­ar­ins.

Sem stendur er Ólafía í 45.-65. sæti á þremur höggum alls undir pari en þó nokkrir kylfingar eiga enn eftir að ljúka keppni í dag. Hún er tveimur höggum frá því að komast ekki í gegnum niðurskurðinn og því ágætar líkur á að hún nái þar í gegn í lok dags. Komist hún áfram spilar hún aðra tvo hringi næstu tvo daga.

mbl.is