Tiger rétt svo náði í gegnum niðurskurðinn

Tiger Woods rétt slapp í gegnum niðurskurðinn í dag.
Tiger Woods rétt slapp í gegnum niðurskurðinn í dag. AFP

Kylfingurinn Tiger Woods náði naumlega í gegnum niðurskurðinn á fyrsta mótinu af fjórum í Fedex-úrslitakeppninni sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi. Leikið er á Ridgewood-vellinum í Ohio-ríki Bandaríkjanna.

Fyrsti hringur mótsins fór fram í gær og sá síðari í dag en Tiger lék báða á pari vallarins eða 71 höggi. Það dugði honum rétt svo til að komast í gegnum niðurskurðinn fyrir þriðja hringinn á morgun en hann er í 56.-67. sæti sem stendur.

Þeir Jamie Lovemark og Brooks Koepka deila efsta sætinu eftir annan hring en þeir eru báðir á tíu höggum undir pari alls. Koepka vann tvö af fjórum stórmótum ársins, bæði opna bandaríska mótið og PGA-meistaramótið, og er í öðru sæti heimslistans á eftir Dustin Johnson sem er í 4. sæti mótsins á átta höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert