Erfiður hringur hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur náði ekki sínu besta fram er hún lék þriðja hringinn á CP Women's Open-golf­mót­inu í Reg­ina í Kan­ada sem er liður í LPGA-mótaröðinni.

Ólafía lék á 75 höggum, þremur höggum yfir pari, og féll því niður listann eftir fína frammistöðu framan af móti. Hún fékk fimm skolla, tvo fugla og tólf pör á holunum átján í dag og er í 63.-64. sæti. 

Fjórði og síðasti hringur mótsins fer fram á morgun. 

mbl.is