Guðmundur og Helga báru sigur úr býtum

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og Helga Kristín Einarsdóttir, GK, sigruðu á Securitas-mótinu í GR-bikarnum í golfi í Eimskipsmótaröðinni sem fram fór í Grafarholti.

Guðmundur Ágúst fær 250.000 kr. í verðlaunafé þar sem hann er atvinnukylfingur en Helga Kristín fær 70.000 þar sem hún er áhugakylfingur.

Stigameistarar Eimskipsmótaraðarinnar eru Axel Bóasson, GK, sem fær 500.000 kr. í sinn hlut fyrir það afrek í karlaflokki.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er stigameistari í kvennaflokki í Eimskipsmótaröðinni og fær hún einnig 500.000 kr. í sinn hlut fyrir það afrek í kvennaflokki.

Staða efstu kylfinga í karlaflokki eftir 3. keppnisdag:

1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (67-63-69) 199 högg (-14)
2. Axel Bóasson, GK (70-65-69) 204 högg (-9)
3. Rúnar Arnórsson, GK (68-72-67) 207 högg (-6)
4. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (71-70-68) 209 högg (-4)
5.-6. Ólafur Björn Loftsson, GKG (70-70-70) 210 högg (-3)
5.-6. Andri Þór Björnsson, GR (70-70-70) 210 högg (-3)
7. Andri Már Óskarsson, GHR (70-72-69) 211 högg (-2)
8. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (70-71-71) 212 högg (-1)

1. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (68-80-70) 218 högg (+5)
2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (75-72-72) 219 högg (+6)
3.-4. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (80-71-71) 222 högg (+9)
3.-4. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (77-72-73) 222 högg (+9)
5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (78-75-77) 230 högg (+17)

Helga Kristín Einarsdóttir.
Helga Kristín Einarsdóttir. Ljósmynd/Seth
mbl.is