Axel og Guðrún stigameistarar 2018

Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/Frosti Eiðsson

Kylfingarnir Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, bæði úr GK, stóðu uppi sem stigameistarar Eimskipsmótaraðarinnar tímabilið 2017 til 2018.

Úrslitin réðust á lokamóti tímabilsins, Securitas-mótinu, sem lauk á Grafarholtsvelli í gær. Axel er stigameistari í þriðja sinn á ferlinum en Guðrún Brá vann titilinn í fyrsta sinn. Þau eru bæði ríkjandi Íslandsmeistarar í golfi og fengu 500.000 kr. í verðlaunafé fyrir árangur sinn í mótaröðinni.

Árangur Guðrúnar Brár á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018:
02.09.2017: Bose-mótið: 1. sæti.
16.09.2017: Honda Classic-mótið: 1. sæti.
18.05.2018: Egils-Gull-mótið: 1. sæti.
08.06.2018: Símamótið: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
29.06.2018: Origo-bikarinn  Íslandsmótið í holukeppni: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
20.07.2018: KPMG-bikarinn, Hvaleyrarbikarinn: 1. sæti.
26.07.2018: Íslandsmótið í golfi, Vestmannaeyjum: 1. sæti.
23.08.2018: Securitas-mótið – GR-bikarinn: 2. sæti.

Árangur Axels á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018:
02.09.2017: Bose-mótið: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
16.09.2017: Honda Classic-mótið: 1. sæti.
18.05.2018: Egils-Gull-mótið: 1. sæti.
08.06.2018: Símamótið: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
29.06.2018: Origo-bikarinn – Íslandsmótið í holukeppni: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
20.07.2018: KPMG-bikarinn, Hvaleyrarbikarinn: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
26.07.2018: Íslandsmótið í golfi, Vestmannaeyjum: 1. sæti.
23.08.2018: Securitas-mótið – GR-bikarinn: 2. sæti

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert