Guðmundur lék á 73 höggum í Finnlandi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék fyrsta hring sinn á Timberwise Finnish Open-mótinu í golfi á 73 höggum, einu höggi yfir pari. Mótið er hluti af Nordic Tour-mótaröðinni og hefur Guðmundur leikið vel í mótaröðinni í ár. 

GR-ingurinn er í 32. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Daninn Marcus Helligkilde er efstur eftir fyrsta daginn á fimm höggum undir pari. 

mbl.is