Guðrún Brá lék á 75 höggum

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, lék fyrsta hringinn sinn á Turfman Allerum Open-mótinu í dag á 75 höggum, þremur höggum yfir pari. Leikið er í Svíþjóð. Guðrún fékk þrjá skolla og 15 pör. 

Mótið er hluti af LET Acess-mótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu. Guðrún þarf að leika betur á morgun, ætli hún sér í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi. Hayley Davis frá Englandi er efst á sex höggum undir pari. 

mbl.is