Ólafía í baráttu við niðurskurðinn

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék fyrsta hring sinn á Cambia Portland Classic-mótinu í Portland í Oregon í Bandaríkjunum í kvöld. Hún lék á 72 höggum, eða á pari og er í 83.-106. sæti. 

Ólafía lék mjög stöðugt golf framan af hringnum og var einu höggi undir pari eftir fyrri níu holurnar eftir fugl á fjórtándu holu og par á hinum átta holunum. Hún fékk hins vegar skolla á þriðju og sjöttu braut og var því einu höggi yfir pari allt fram að síðustu holunni, þar sem hún fékk fugl og endaði því á pari. 

Annar hringurinn fer fram á morgun og þarf Ólafía að leika aðeins betur, ætli hún sér í gegnum niðurskurðinn á mótinu. 

Ólafía í Portland - 1. hringur opna loka
kl. 23:59 Textalýsing 9 - FUGL Þarna kemur fuglinn hins vegar og Ólafía klárar hringinn á 72 höggum, eða á pari. Staðan: á pari, 82.-103. sæti.
mbl.is