Ólafía tveimur höggum frá niðurskurðinum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék sinn annan hring á Cambia Portland Classic-mótinu í golfi í Portland í Oregon í Bandaríkjunum í dag. Hún lék á 72 höggum eða pari vallarins, líkt og hún gerði í gær, og er í 89.-102. sæti en ennþá eiga margir kylfingar eftir að ljúka leik.

Ólafía fór vel af stað og paraði fyrstu fjórar holurnar en á fimmtu braut fékk hún skramba. Næstu ellefu holur spilaði hún vel þar sem hún fée níu pör og tvo fugla en á sautjándu holu fékk hún skolla. Hún fékk svo fugl á átjándu og síðustu holunni og endaði eins og áður sagði á 72 höggum eða pari.

Niðurskurðarlínan miðast við tvö högg undir par og því nokkuð ljóst að Ólafía fer ekki í gegnum niðurskurðinn á Cambia Portland Classic-mótinu.

Ólafía í Portland, 2. hringur opna loka
kl. 18:54 Textalýsing 18 - Fugl - Ólafía endar hringinn í dag á fugli og fer þar með hringinn á pari, líkt og hún gerði í gær. Hún er í 90.-102. sæti og er tveimur höggum frá niðurskurðinum.
mbl.is