Tiger á höggi yfir pari

Tiger Woods á hringnum í dag.
Tiger Woods á hringnum í dag. AFP

Tiger Woods lék á 72 höggum á fyrsta hringnum á Dell-mótinu í Boston en þar er um að ræða annað mótið í FedEx úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar í golfi. 

Tiger er í 51. sæti sem stendur en mikið vatn á eftir að renna til sjávar í kvöld. 100 kylfingar fá að taka þátt í mótinu og þeim mun fækka í næsta móti og í síðasta mótinu, Tour Championship, verða einungis um 50 eftir. Sá sem stendur uppi sem sigurvegari á peningalistanum hlýtur um milljarð króna í verðlaunafé, eitthvert mesta verðlaunafé sem um getur í íþróttunum. 

67 er besta skorið af þeim sem hafa skilað inn skorkortinu eða fjögur högg undir pari vallarins.

Rory McIlroy hefur lokið leik á parinu. 

Efsta kylfingi heimslistans gengur vel en Dustin Johnson er á þremur undir pari eftir 17 holur. 

Bestu kylfingum heims gengur misjanflega. Jason Day er á fjórum yfir pari eftir 16 holur og Justin Thomas á tveimur höggum yfir pari eftir 17 holur. 

Mótið hófst í dag og lýkur á mánudegi en alla jafna eru mótin á PGA frá fimmtudegi til sunnudags.

Dustin Johnson.
Dustin Johnson. AFP
mbl.is