Valdís og Ólafía í Frakklandi

Valdís Þóra og Ólafía Þórunn.
Valdís Þóra og Ólafía Þórunn. Ljósmynd/GSÍ

Atvinnukylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir munu báðar leika á opna Lacoste-mótinu í Frakklandi. Mótið hefst á fimmtudag en leikið er á velli Golf du Médoc-klúbbsins, rétt norður af Bordeaux.

Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni en Ólafía kaus að snúa sér að henni eftir að ljóst varð að hún kæmist ekki inn á næsta mót á LPGA-mótaröðinni, Evian-risamótið sem hefst í Frakklandi eftir rúma viku.

Valdís Þóra lenti í leiðinlegu atviki á leið sinni til Frakklands í gær en hún greindi frá því á Twitter-síðu sinni að golfsett sitt hefði ekki verið með í för í fluginu.

Valdís Þóra er í 22. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar í ár en hún hefur tekið þátt í tíu mótum. Besti árangur hennar hingað til er 3. sæti á móti í Ástralíu í febrúar og hefur hún náð í verðlaunafé á fimm mótanna á tímabilinu. Ólafía hefur keppt á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í ár og varð hún í 14. sæti á mótinu í Ástralíu í febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert