Ísland á þremur yfir á HM áhugamanna

Aron Snær Júlíusson lék best Íslendinganna.
Aron Snær Júlíusson lék best Íslendinganna. Ljósmynd/GSÍ

Íslenska karlalandsliðið í golfi hóf leik í dag á HM áhugakylfinga sem fram fer á Írlandi. Þetta er í 31. skipti sem mótið fer fram og taka 72 þjóðir þátt í því. Keppt á er á Carton House-golfvallasvæðinu rétt við Dublin.

Íslenska liðið lék á +3 samtals en tvö bestu skorin í hverri umferð gilda. Alls eru leiknir fjórir hringir á fjórum keppnisdögum. Aron Snær Júlíusson lék á 73 höggum eða einu höggi undir pari en þeir Gísli Sveinbergsson og Bjarki Pétursson léku báðir á 74 höggum, tveimur höggum yfir pari.

Ástralía hefur titil að verja á þessu móti en Bandaríkin hafa oftast fagnað HM-titlinum eða 15 sinnum alls. Besti árangur Íslands á HM áhugakylfinga er 19. sæti árið 2010.

Staðan á mótinu

mbl.is