Ryder-lið Evrópu orðið klárt

Sergio Garcia er í Ryder-liði Evrópu.
Sergio Garcia er í Ryder-liði Evrópu. AFP

Daninn Thomas Bjorn, fyrirliði evrópska Ryder-liðsins í golfi, valdi í dag fjóra síðustu kylfingana sem leika í Ryder-bikarnum sem fram fer í lok þessa mánaðar.

Kylfingarnir fjórir sem urðu fyrir valinu voru Englendingarnir Paul Casey og Ian Poulter, Spánverjinn Sergio Garcia og Svíinn Henrik Stenson. Þeir ásamt Francesco Molinari, Justin Rose, Tyrrell Hatton, Tommy Fleetwood, Jon Rahm, Rory McIlroy, Alex Noren og Thorbjorn Olesen skipa lið Evrópu.

Ryder-bikarinn fer fram á Golf National-vellinum í París helgina 28.-30. september.

mbl.is