Frábær byrjun hjá Ólafi Birni

Ólafur Björn Loftsson.
Ólafur Björn Loftsson. mbl.is/Styrmir Kári

Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn Loftsson fór frábærlega af stað á Bråviken-mótinu í golfi í Svíþjóð í dag en mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni.

Ólafur Björn lék hringinn í dag á 66 höggum eða sex höggum undir pari og er hann á meðal efstu manna. Ólafur fékk einn örn, sex fugla, tvo skolla og lék níu holur á pari vallarins.

Ekki hafa allir kylfingar lokið við að spila í dag en þegar þetta er skrifað er Ólafur jafn nokkrum kylfingum í áttunda sæti en efstu menn eru á sjö höggum undir pari.

Staðan á mótinu

mbl.is