Ólafía á parinu í Frakklandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á parinu í Frakklandi.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á parinu í Frakklandi.

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék fyrsta hringinn sinn á Lacoste Ladies Open de France-mótinu í dag á 71 höggi eða pari. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, þeirri næststerkustu í heimi. Ólafía fékk tvo fugla, tvo skolla og 14 pör á átján holum og er í 35.-46. sæti.

Valdís Þóra Jónsdóttir náði sér hins vegar ekki á strik og lék hringinn á 78 höggum eða sjö höggum yfir pari og er á meðal neðstu kylfinga. 

Julia Engström frá Svíþjóð er efst á sjö höggum undir pari og Nicole Garcia frá Suður-Afríku er önnur á sex höggum undir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert