Aron Snær lék virkilega vel á HM

Aron Snær Júlíusson lék mjög vel.
Aron Snær Júlíusson lék mjög vel. Ljósmynd/golf.is

Íslenska karlalandsliðið í golfi er í 38.-41. sæti fyrir lokahringinn á HM áhugakylfinga sem fram fer á Írlandi. Aron Snær Júlíusson lék frábært golf á þriðja hringnum í dag eða 68 höggum, fimm höggum undir pari.

Gísli Sveinbergsson og Bjarki Pétursson léku báðir á tveimur yfir eða 75 höggum. Á lokahringnum leikur Ísland á Montgomerie-vellinum líkt og á 1. hringnum.

Þetta er í 31. skipti sem mótið fer fram og eru 72 þjóðir sem taka þátt í því. Keppt er um Eisenhower-bikarinn og er leikið á Carton House-golfvallasvæðinu rétt við Dublin.

Ástralía hefur titil að verja á þessu móti en Bandaríkin hafa oftast fagnað sigri á HM eða 15 sinnum alls. Besti árangur Íslands á HM áhugakylfinga er 19. sæti árið 2010.

mbl.is