Finau valinn í Ryder-lið Bandaríkjanna

Tony Finau.
Tony Finau. AFP

Jim Furyk, fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins í golfi, valdi í kvöld síðasta kylfinginn í 12 manna sveit Bandaríkjanna sem mætir Evrópuúrvalinu í Ryder-bikarnum í lok þessa mánaðar á Le Golf National-vellinum í Frakklandi.

Sá sem varð fyrir valinu var hinn 28 ára gamli Tony Finau. Lið Bandaríkjanna, sem á titil að verja, lítur þannig út:

Tiger Woods, Phil Mickel­son, Brooks Koepka, Pat­rick Reed, Dust­in John­son, Just­in Thom­as, Bubba Wat­son, Jor­d­an Spieth, Rickie Fowler og Webb Simp­sons, Jim Furyk og Tony Finau.

Lið Evrópu er þannig skipað: Francesco Molin­ari, Just­in Rose, Tyr­rell Hatt­on, Tommy Fleetwood, Jon Rahm, Rory McIl­roy, Alex Nor­en, Thor­bjorn Oles­en, Paul Casey, Ian Poulter, Sergio Garcia, og Henrik Sten­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert