Langþráður sigur hjá Bradley

Keegan Bradley með verðlaunagripinn í kvöld.
Keegan Bradley með verðlaunagripinn í kvöld. AFP

Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley hrósaði í kvöld sigri á BMW Championship-mótinu í golfi en lokahringurinn var leikinn í dag þar sem fresta þurfti leik í gær vegna veðurs.

Þetta var næstsíðasta mótið á FedEx-mótaröðinni og tryggði Bradley sér sigurinn á fyrstu holu í bráðabana gegn Englendingnum Justin Rose. Báðir luku þeir keppni á 20 höggum undir pari. Bradley lék lokahringinn á sex höggum undir pari en Rose lék hringinn á þremur höggum undir pari og með frammistöðu sinni á mótinu skaust hann í efsta sæti heimslistans þar sem hann velti Bandaríkjamanninum Dustin Johnson úr sessi.

Bradley fagnaði vel og innilega því þetta var fyrsti sigur hans á PGA-móti í sex ár. Bandaríkjamennirnir Billy Horchel og Xander Schauffele urðu jafnir í 3.-4. sæti á 19 höggum undir pari, N-Írinn Rory McIlroy varð fimmti á 18 höggum undir pari og Tiger Woods og Webb Simpson, báðir frá Bandaríkjunum, urðu jafnir í 6.-7. sæti á 17 höggum undir pari. Báðir léku þeir á fimm höggum undir pari í dag.

Lokastaðan á mótinu

mbl.is