Rose kominn í efsta sæti á heimslistanum

Justin Rose.
Justin Rose. AFP

Englendingurinn Justin Rose er kominn í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa hafnað í öðru sæti á BMW-meistaramótinu í kvöld þar sem hann tapaði í bráðabana fyrir Bandaríkjamanninum Keegan Bradley.

Rose komst upp fyrir Bandaríkjamanninn Dustin Johnson sem hefur setið á topplistanum undanfarna mánuði.

Rose, sem er 38 ára gamall, er fjórði Englendingurinn sem kemst í efsta sæti á heimslistanum á eftir Nick Faldo, Lee Westwood og Luke Donald.

mbl.is