Andri Þór lék best Íslendinganna

Andri Þór Björnsson
Andri Þór Björnsson Ljósmynd/GSÍ

Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Ólafur Björn Loftsson hófu í dag keppni á inderbox Charity Challenge-mótinu í golfi í Óðinsvéum í Danmörku en mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni.

Andri Þór lék best Íslendinganna í dag en hann lék hringinn 72 höggum eða á pari vallarins. Andri er 26.-42. sæti. Ólafur Björn lék á einu höggi yfir pari og er 42.-62. sæti og Guðmundur Ágúst lék á þremur höggum yfir pari og er í 70.-84. sæti.

Staðan á mótinu:

mbl.is