Guðrún Brá á tveimur yfir á Englandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir hóf í dag leik á WPGA International Challenge-golfmótinu á Englandi en það er hluti af LET Access-mótaröðinni.

Guðrún Brá lék fyrsta hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hún fékk þrjá fugla á hringnum, þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla. Hún er í 37.-44.sæti.

Þetta er 11. mótið sem Guðrún Brá tekur þátt í á mótaröðinni og er hún í 67. sæti á stigalistanum.

mbl.is