Íslendingarnir komust áfram

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson

Kylfingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Ólafur Björn Loftsson komust allir í gegnum niðurskurðinn á Tinderbox Charity Challenge-golfmótinu í Óðinsvéum í Danmörku í dag en mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni.

Guðmundur Ágúst lék annan hringinn í dag á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er samanlagt á einu höggi undir pari. Hann fékk fimm fugla og einn skolla. Andri Þór er einnig á einu höggi undir pari en hann lék í dag á einu höggi undir pari. Andri fékk fjóra fugla, tvo skolla og einn tvöfaldan skolla. Guðmundur Ágúst og Andri Þór eru í 21.-31. sæti.

Ólafur Björn lék hringinn í dag á einu höggi yfir pari og er samanlagt á tveimur höggum yfir pari en niðurskurðurinn miðaðist við þrjú högg yfir pari. Hann er í 42.-52. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert