Engin draumabyrjun hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Ljósmynd/Styrmir Kári

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hóf í dag keppni á meistaramóti Portúgals í Evrópumótaröðinni í golfi.

Birgir Leifur lék fyrsta hringinn í dag á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Birgir fékk einn fugl, ein skolla og einn skramba. Hann er sem stendur í 110. sæti ásamt fleiri kylfingum en margir eiga eftir að ljúka leik í dag.

Sjöfaldi Íslandsmeistarinn hefur leikið á níu mótum í Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Þar að auki hefur hann leikið á níu mótum í Áskorendamótaröð Evrópu, sem er næststerkasta atvinnumótaröðin í Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert