Tiger efstur á lokamótinu

Tiger Woods fagnar eftir að hafa sett niður pútt fyrir …
Tiger Woods fagnar eftir að hafa sett niður pútt fyrir erni í kvöld. AFP

Tiger Woods lék glimrandi vel á fyrsta hringnum á Tour Championship, lokamótinu á PGA-mótaröðinni. Er hann efstur ásamt Rickie Fowler að loknum fyrsta keppnisdegi af fjórum. 

Mótið fer fram á East Lake-vellinum í Atlanta og er lokahnykkurinn á FedEx úrslitakeppninni. Þar er um að ræða fjögur mót í röð sem telja langmest á stigalistanum. Sá sem verður efstur á stigalistanum fær rúman milljarð í verðlaunafé sem er með því allra mesta sem þekkist í íþróttunum. 

Tiger og Fowler voru báðir á 65 höggum og eru á fimm höggum undir pari vallarins. Næstir koma Gary Woodland og Justin Rose á 66 höggum og forskotið er því naumt. Rose er nú efsti kylfingur heimslistans.

Rory McIlroy sem hefur leikið æ betur síðustu vikurnar er á 67 höggum eins og Justin Thomas og Tony Finau. 

Efsti maður stigalistans fyrir mótið, Bryson DeChambeau, er sex höggum á eftir Tiger. Lenti hann í miklum vandræðum á fyrri níu holunum og fékk þar tvívegis skramba en lagaði stöðuna á sinni níu sem hann lék á þremur undir pari. 

Rory McIlroy þykir líklegur til afreka í mótinu.
Rory McIlroy þykir líklegur til afreka í mótinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert