Einum sigri frá sæti í efstu deild

Piltalandsliðið í golfi.
Piltalandsliðið í golfi. Ljómsynd/GSÍ

Íslenska piltalandsliðið í golfi er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í efstu deild en Ísland endaði í öðru sæti í höggleiknum í 2. deild á Evrópumóti piltalandsliða sem nú stendur yfir í Búdapest í Ungverjalandi.

Ísland endaði í 2. sæti í höggleiknum á 9 höggum undir pari en átta þjóðir keppa í 2. deildinni. Íslensku strákarnir mæta Portúgal í undanúrslitunum og sigurliðið úr þeirri viðureign er öruggt með sæti í efstu deild.

Í undanúrslitaleiknum er byrjað á því að leika tvo fjórmenninga fyrir hádegi. Tveir leikmenn úr sama liði liði skipast á um að slá einum bolta til skiptis út holuna í holukeppni.

Lokastaðan í höggleiknum:

1. Noregur -16
2. Ísland -9
3. Portúgal -5
4. Slóvakía +3
5. Slóvenía +24
6. Pólland +34
7. Ungverjaland +48
8. Tyrkland +76

Skor Íslendinganna:

4. sæti: Viktor Ingi Einarsson, 71-68 (-5)
9. sæti: Sigurður Bjarki Blumenstein 70-71 (-3)
12. sæti: Dagbjartur Sigurbrandsson, 68-75 (-1)
19. sæti: Sverrir Haraldsson, 68-78 (+2)
19. sæti: Kristófer Karl Karlsson, 70-78 (+2)
28. sæti: Ingvar Andri Magnússon, 79-72 (+7)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert