Góður hringur hjá Ólafíu Þórunni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

At­vinnukylf­ing­ur­inn Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir á ágæta möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn á Estrella Damm-mót­inu í golfi sem fram fer á Terram­ar-vell­in­um á Spáni. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Ólafía Þórunn lék annan hringinn í dag á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari og er samanlagt á einu höggi undir pari.

Ólafía fékk fjóra fugla á hringnum í dag og tvo skolla og er þegar þetta er skrifað í 42.-60. sæti en niðurskurðurinn miðast við parið eins og staðan er núna.

Staðan á mótinu

mbl.is