Haraldur komst áfram en Ólafur er úr leik

Haraldur Franklín Magnús er kominn áfram á annað stig úrtökumótsins.
Haraldur Franklín Magnús er kominn áfram á annað stig úrtökumótsins. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús tryggði sér í dag sæti á öðru stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en Ólafur Björn Loftsson er úr leik.

Haraldur og Ólafur léku fjórða og síðasta hringinn í dag á fyrsta stigi úrtökumótsins í Austurríki. Þeir léku báðir á einu höggi undir pari. Haraldur Franklín endaði samtals á 9 höggum undir pari og varð í 20.-23. sæti en alls komust 23 kylfingar áfram. Ólafur Björn lék samtals á fimm höggum undir pari og var fjórum höggum frá því að komast áfram.

Þetta er í þriðja sinn í röð sem Haraldur Franklín kemst í gegnum 1. stig úrtökumótsins. Þetta er jafnframt í þriðja sinn sem hann reynir fyrir sér á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.

Ólafur Björn Loftsson var að leika í sjöunda skipti á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Hann reyndi fyrst fyrir sér árið 2012. Frá þeim tíma hefur Ólafur einu sinni komist í gegnum 1. stig úrtökumótsins, það var árið 2014.

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert