Magnaður hringur hjá Fisher

Oliver Fisher.
Oliver Fisher. AFP

Enski kylfingurinn Oliver Fisher átti magnaðan annan hring á meist­ara­móti Portú­gals í Evr­ópu­mótaröðinni í golfi í dag þar sem Birgir Leifur Hafþórsson er á meðal keppenda.

Fisher lék hringinn á 59 höggum eða 12 höggum undir pari eftir að hafa spilað fyrsta hringinn á pari í gær. Þessi 30 ára gamli kylfingur fékk tíu fugla og einn örn. Þetta er besta skor í 48 ára sögu Evrópumótaraðarinnar.

Fisher, sem var talinn hugsanleg framtíðarstjarna sem ungur áhugamaður, er 287. sæti á heimslistanum og hefur ekki tekist að komast í gegnum niðurskurðinn í 11 af 22 mótum sem hann hefur tekið þátt í á þessu tímabili.

Birgir Leifur hefur ekki hafið keppni á öðrum hring en hann fór fyrsta hringinn á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari.

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert