Ólafía Þórunn hafnaði í 50. sæti á Spáni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 50. sæti á Estrella Damm-mótinu í golfi á Terramar-vell-inum á Spáni í gær en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, þeirri næststerkustu í heimi.

Ólafía lék fjóra hringi á samtals 281 höggi, þremur höggum undir pari.

Hún lék lokahringinn í gær á 71 höggi, eða á pari vallarins. Hún fékk þrjá fugla, þrjá skolla og tólf pör á holunum átján. Ólafía lék hring tvö og þrjú á 69 höggum, tveimur höggum undir pari. Fyrsta hringinn á mótinu lék Ólafía 72 höggum eða einu höggi yfir pari.

Ólafia Þórunn var fyrir mótið í 76. sæti á stigalista mótraðarinnar eftir mótið á Spáni er hún komin niður í 81. sæti.

Anne Van Dam frá Hollandi lék best allra og lauk leik á 26 höggum undir pari.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert