Birgir Leifur úr leik á Írlandi

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Ljósmynd/Golf.is

Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki áfram í gegnum niðurskurðinn á Monaghan Irish Challenge mótinu í golfi sem fram fer á Írlandi en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni.

Birgir Leifur lék annan hringinn í dag á 74 höggum eða á tveimur höggum yfir pari og bætti sig um tvö högg frá því í gær en það dugði ekki til. Hann lék hringina tvo á sex höggum yfir parinu.

Birgir fékk fjóra fugla, fjóra skolla og einn skramba.

mbl.is