Axel úr leik í Portúgal

Axel Bóasson.
Axel Bóasson. mbl.is/Sigfús Gunnar

Axel Bóasson, Íslandsmeistari í golfi, er úr leik á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en leikið er á Obidos-vellinum í Portúgal.

Axel bætti sig um fjögur högg frá því í gær en það dugði skammt. Hann lék hringinn í dag á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari og er samanlagt átta höggum yfir pari. Hann er sem stendur í 76.-80. sæti en 25 efstu kylfingarnir komast áfram á 2. stig úrtökumótsins.

Axel fékk tvo skolla í dag en lék hinar 16 holurnar á pari.

Staðan á mótinu

mbl.is