Koepka valinn sá besti í PGA-mótaröðinni

Brooks Koepka.
Brooks Koepka. AFP

Brooks Koepka hefur verið valinn kylfingur ársins í PGA-mótaröðinni í golfi en það eru kylfingar í mótaröðinni sem standa að kjörinu.

Koepka, sem er 28 ára gamall, hefur átt frábært ár en hann bar sigur úr býtum á opna bandaríska meistaramótinu annað árið í röð og vann sigur á PGA-meistaramótinu. Hann er í þriðja sæti á heimslistanum.

Koepka var frá keppni í fjóra mánuði snemma árinu vegna meiðsla í úlnliði en hann kom sterkur til baka eftir að hafa jafnað sig af þeim.

mbl.is