Bætt spilamennska dugði Birgi ekki

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson

Birgir Leifur Hafþórsson lék annan hringinn á Valderrama Masters-mót­inu í golfi á 72 höggum, eða einu höggi yfir pari og bætti hann sig um þrjú högg á milli hringja. Það dugði honum hins vegar ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn. Birgir lauk leik á samanlagt fimm höggum yfir pari og var þremur höggum frá niðurskurði. 

Mótið fer fram á Valderrama-vell­in­um á Spáni, en hann er þekkt­ast­ur fyr­ir að hafa verið vett­vang­ur keppn­inn­ar um Ryder-bik­ar­inn árið 1997. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. 

Spánverjinn Sergio Garcia, einn af skipuleggendum mótsins, er í efsta sæti á fimm höggum undir pari, eins og Ashley Chesters frá Englandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert