Á fjórum höggum yfir pari

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sér ekki nægilega vel á strik á fyrsta hringnum á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA -mótaröðina í golfi sem hófst í Bandaríkjunum í dag.

Ólafía lék hringinn á 77 höggum eða fjórum höggum yfir pari og er hún í 53.-74. sæti. Ólafía fékk einn fugl og fimm skolla

Jacklyn Lee frá Kanada átti besta skor dagsins en hún lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari.

Ólafía er í bar­átt­u um að halda sæti sínu á LPGA-mótaröðinni í golfi, sterk­ustu mótaröð heims í kvenna­flokki. Hún náði ekki að vera nægi­lega of­ar­lega á LPGA í ár til að tryggja sér keppn­is­rétt­inn áfram og er nú í hópi 102 kvenna sem slást um að vera þar á næsta ári.

Ólafía kem­ur beint inn á þriðja og síðasta stigi úr­töku­mót­anna, þar sem hún lék á LPGA í ár og í fyrra. Um sann­kallað golf­m­araþon er að ræða, því leikn­ir eru átta hring­ir, sam­tals 144 hol­ur, í tveim­ur fjög­urra daga törn­um en keppt er á Pinehurst-vell­in­um í Norður-Karólínu.

Ólafía þarf að vera í hópi 45 efstu til að vera ör­ugg með keppn­is­rétt á LPGA árið 2019 en all­ir sem verða jafn­ir í 45. sæti kom­ast þangað þannig að fjöld­inn er ekki ná­kvæm­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert