Keilir í 19. sæti eftir fyrsta dag

Henning Darri Þórðarson.
Henning Darri Þórðarson. Ljósmynd/GSÍ

Sveit Keilis úr Hafnarfirði er í 19. sæti eftir fyrsta keppnisdag á EM golfklúbba sem fram fer í Frakklandi. 

Benedikt Sveinsson, Helgi Snær Björgvinsson og Henning Darri Þórðarson skipa sveit Keilis sem fékk keppnisrétt í mótinu með sigri í efstu deild í sveitakeppni GSÍ í sumar.

Keilir er í 19. sæti á samtals 10 höggum yfir pari en keppt verður í þrjá daga. Besta skorið í dag samanlagt var 7 undir pari hjá sveit frá Englandi. 

Helgi lék á 75 höggum, Benedikt á 77 höggum og Henning á 79 höggum en skor tveggja bestu telja á hverjum hring.

Þess má geta að atvinnumönnum er ekki heimiluð þáttaka á EM golfklúbba.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert