Guðrún á þremur yfir í Marokkó

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili hóf í dag keppni á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LET-mótaröðina í golfi.

Mótið fer fram á PalmGolf Marrakesh Palmeraie í Marokkó í Norður-Afríku og lék Guðrún fyrsta hringinn í dag á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari vallarins.

Guðrún fékk tvo fugla og fimm skolla og þegar þetta er skrifað er hún í 35.-42. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert