Ólafía á parinu í dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék sjöunda og næstsíðasta hringinn sinn á loka­úr­töku­móti fyr­ir LPGA-mótaröðina í golfi á NO. 7-vell­in­um í Norður-Karólínu­ríki í dag á 72 höggum eða á pari. 

Ólafía fékk þrjá fugla og þrjá skolla á holunum 18, en hún er enn á 20 höggum yfir pari og svo gott sem úr leik í baráttunni um að hafna í 45 efstu sætunum og eiga möguleika á að komast í LPGA-mótaröðina á næsta ári. 

Hún er sem stendur í 90. sæti af 101 keppanda, 13 höggum frá því að komast í efstu 45 sætin þegar aðeins einum hring er ólokið. Sarah Schmelzel frá Bandaríkjunum og Klara Spilkova frá Tékklandi eru efstar á 14 höggum undir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert