Guðrún Brá í góðum málum

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék vel í dag.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék vel í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék þriðja hringinn sinn á 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á 71 höggi, einu höggi undir pari á Palm Golf Marrakesh-vellinum í Marokkó. Lokahringur mótsins fer fram á morgun. 

Guðrún Brá var tveimur höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar í gær, en hún lék mjög vel á síðari níu holunum og fékk þá þrjá fugla og sex pör. 

Hún er í 16. sæti af 66 kylfingum fyrri lokahringinn, en 25 efstu kylfingarnir eftir fjóra hringi fara áfram á lokaúrtökumótið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert