Birgir Leifur við toppinn fyrir lokahringinn

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson

Birgir Leifur Hafþórsson er í 5.-10. sæti eftir þriðja og næstsíðasta hringinn á öðru stigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir, sem leikur á El Encín-vellinum í Madríd á Spáni, lék í dag á 68 höggum, fjórum höggum undir pari.

Hann er því samtals á 12 höggum undir pari ásamt nokkrum öðrum kylfingum en hann lék fyrsta hringinn á 66 höggum og í gær lék hann á 70 höggum. Jorge Fernandez-Valdes frá Argentínu er efstur en sá er alls 17 höggum undir pari.

Birgir Leifur leikur síðasta hringinn á morgun og er í fínni stöðu um að komast áfram á lokastig úrtökumótanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert