Guðrún Brá komst áfram

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili komst áfram á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi sem lauk í Marokkó í gær.

Guðrún lék lokahringinn í gær á tveimur höggum yfir pari og endaði á samtals átta höggum yfir pari. Hún varð í 21. sæti á mótinu en 36 efstu kylfingarnir komust áfram á lokaúrtökumótið sem fram fer í Marokkó í desember.

25 efstu kylfingarnir á því móti fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert