Guðrún Brá í öðru sæti í Barcelona

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er að gera góða hluti.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er að gera góða hluti. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir fór vel af stað á Santander Golf Tour LETAS-mótinu á LET-Access-mótaröðinni í Barcelona í dag. Mótið er lokamót tímabilsins í mótaröðinni og lék Guðrún á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. 

Guðrún er sem stendur í öðru sæti ásamt Sarah Schober frá Austurríki og Cloe Frankish frá Englandi. Hin svissneska Carline Rominger er efst á fjórum höggum undir pari. 

Íslandsmeistarinn lék stöðugt og gott golf og fékk þrjá fugla, einn skolla og 14 pör á holunum 18. Annar af fjórum hringjum mótsins fer fram á morgun og sá þriðji og fjórði á laugardag og sunnudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert