Tiger hrífst af golfsveiflu Curry

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Bandaríski netmiðillinn Bleacher Report fékk næstsigursælasta kylfing sögunnar, Tiger Woods, til þess að kíkja á golfsveiflu NBA-meistarans Stephens Curry sem er mjög frambærilegur kylfingur. Tiger hreifst mjög af sveiflunni. 

Rétt er að taka fram að Curry hefur haft sig nokkuð í frammi á golfvellinum. Þegar tímabilið er ekki í gangi hefur hann tvívegis fengið boð um að keppa á mótum á næst sterkustu mótaröðinni í Bandaríkjunum og staðið sig bærilega. 

Tiger hefur ekki leikið með Curry og fékk að sjá myndbrot af sveiflunni. Hann sagði sveifluna vera mjög fallega. Sagði raunar stórmerkilegt hvað golfsveifla Curry sé áreynslulítil í ljósi þess  að hann sé atvinnumaður í annarri íþrótt og eyði langmestum tíma í körfuboltann.

Stephen Curry
Stephen Curry AFP
mbl.is