Frábært ár hjá Francesco Molinari

Francesco Molinari með verðlaunagripinn.
Francesco Molinari með verðlaunagripinn. AFP

Ítalinn Francesco Molinari kórónaði frábært ár hjá sér á golfvellinum þegar hann tryggði sér stigameistaratitilinn á Evrópumótaröðinni. Molinari varð efstur á peningalistanum og þar af leiðandi stigameistari en Evrópumótaröðin kallar lokamótin á mótaröðinni The Race to Dubai, en lokamótið fór fram í Dubai eins og nafnið gefur til kynna.

Molinari var kominn í svo góða stöðu fyrir lokamótið að þar þurfti hann ekki að gera neinar rósir. Ekki nema svo hefði farið að Tommy Fleetwood hefði unnið mótið. Hann var sá eini sem gat náð efsta sætinu af Molinari. Höfðu erlendir fjölmiðlar gaman af þeirri stöðu í ljósi þess að Molinari og Fleetwood fóru á kostum þegar þeir spiluðu saman í Ryder-bikarnum í haust. Þar unnu þeir alla sína fjóra leiki og Molinari vann alla fimm leiki sína í Rydernum. Varð hann fyrstur til að afreka það í liðlega fjörutíu ár. Molinari sigraði auk þess á The Open á Carnoustie í sumar.

Danny Willet sigraði á lokamótinu í Dubai á 18 höggum undir pari og fékk um 1,2 milljónir evra í verðlaunafé. Molinari lék á sex undir pari og Fleetwood á tíu undir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert