Eftir góða byrjun missti Valdís flugið

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LPGA

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, hóf í dag leik á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í golfi. Mótið fer fram á La Quinta-vellinum í Andalúsíu á Spáni.

Valdís Þóra lék fyrsta hringinn í dag á 76 höggum eða 5 höggum yfir pari. Valdís fór vel af stað og eftir sex fyrstu holurnar var hún á einu höggi undir pari en síðan fór að halla undan fæti hjá Skagakonunni. Hún fékk tvöfaldan skolla á sjöundu holunni og þrefaldan á þeirri áttundu. Á seinni níu holunum fékk hún einn fugl og tvo skolla. Þegar þetta er skrifað er Valdís Þóra í 78.-81. sæti en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag.

Val­dís er í 33. sæti á stigalista Evr­ópu­mót­araðar­inn­ar. Þar mun­ar mestu um ár­ang­ur henn­ar á móti í Ástr­al­íu snemma árs, þegar hún náði 3. sæti. Val­dís hef­ur tví­veg­is á ferl­in­um náð 3. sæti á móti á Evr­ópu­mótaröðinni, og er það besti ár­ang­ur ís­lensks kylf­ings á at­vinnu­móti á þessu stigi.

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert